Kjúklingur með Nachos


4-5 kjúklingabringur
1 rauð paprika
1 laukur, saxaður
2 tómatar
1 poki tortilla flögur
ferskt kóríander
250 g rjómaostur (2 litlar öskjur)
150 g (1 stk.) Mexíkóostur
1-2 dl matreiðslurjómi
150 g rifinn ostur

Byrjað á að krydda kjúklingabringur með papriku, salti og pipar og steikja í ofninum við 180°C í hálftíma, eða grilla þær. Setja rifinn mexíkóost, rjómaost og matreiðslurjóma í pott og bræða saman.

Saxa lauk, brytja papriku og tómata. Sneiða bringur í ca. sentimetersþykkar sneiðar. Dreifa 1/4 poka af flögum í botninn á rúmgóðu eldföstu móti, helmingnum af kjúklingasneiðum dreift yfir og smá slettu af rjómaosti dreift yfir hann. Helmingnum af grænmetinu dreift yfir, helmingi af brædda ostinum dreift yfir og helmingi af rifna ostinum. Þetta síðan endurtekið, flögur, kjúklingur, rjómaostur, grænmeti, bráðinn og rifinn ostur.

Bakað í ofni við 180°C í 15-20 mínútur.

Borið fram með salsa sósu, sýrðum rjóma og Guacamole, uppskrift hér.

Bon appetit!

Ummæli