Kálbögglar og heimagert kjötfars

Kálbögglar eins og amma gerði þá, er eitt af því besta sem ég fæ en vegna samviskubits yfir hvað kjötfars sé óhollt geri ég þá helst á bolludaginn ef nokkurn tímann. En það kom mér verulega á óvart hvað það er lítið mál að gera heimatilbúið kjötfars, og það besta við það er að þú veist nákvæmlega hvað er í því og getur aðlagað kryddunina (og saltmagnið) algjörlega að þínum smekk.



Heimatilbúið kjötfars
500 g hakk (ég nota ærhakk, en það má vera nauta, eða blandað hakk)
2 msk kartöflumjöl
1 tsk lyftiduft
1 tsk hvítur pipar
1 tsk mulinn þurrkaður engifer
1 tsk múskat
2 tsk salt
3-4 dl mjólk

Setjið hakkið í hrærivélarskálina og kryddið, bætið kartöflumjölinu saman við og 1 dl. mjólk, bætið síðan meiri mjólk saman við smátt og smátt meðan hrært er á meðalhraða.

Til að gera kálböggla þarf að auki 1/2 hvítkálshaus, sem er kjarnhreinsaður og skorinn í tvennt. Kálblöðunum er flett sundur.

Hleypið suðu upp á 1 1/2 - 2 lítrum af vatni sem bætt er við msk af salti. Þegar vatnið sýður er matskeið dýft í vatnið og náð í kjötfars, það mótað nokkurn veginn í bollu og sett út í sjóðandi vatnið. Þegar allar bollurnar eru komnar í vatnið er kálblöðunum bætt út í og allt látið sjóða við vægan hita í rúmlega tuttugu mínútur - hálftíma. Þegar bollurnar eru orðnar bústnar og pattarlegar er maturinn tilbúinn.

Borið fram með soðnum kartöflum, gulrótum og rófum ef vill, og bráðnu smjöri... ummm!

Bon appetit!

Ummæli

  1. Búin að hræra lengi og það er allt of mikið hakk sjáanlegt í farsinu. Var lengi að ná hnakkinn af þeytaranum. Mæli frekar með matvinnsluvél.

    SvaraEyða
  2. Hvað er ærhakk? og hvað er muskat a ensku.

    SvaraEyða
    Svör
    1. Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

      Eyða
    2. nutmeg hakk af fullorði kind

      Eyða
  3. Ær er eldra en lamb, en þú getur notað lambahakk líka. Múskat er Nutmeg á ensku.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli