Einfalt brauð


 

600 gr. hveiti (blátt hveiti eða type 00)
2 msk fræblanda, eða bara graskersfræ
2-3 tsk husk trefjar
1 msk salt
1 tsk þurrger
5 dl volgt vatn (38-9°C)

Blandið þurrefnunum (mínus ger) saman í stóra skál. Setjið gerið  í litla skál og blandið vatni saman við, hrærið í uns gerinn er uppleystur. Þá er vatninu helt saman við og hrært saman með sleikju. Setjið matarfilmu yfir og látið bíða í amk klukkutíma, helst tvo eða jafnvel í ískápnum yfir nótt. Þegar deigið er fullhefað er því hvolt á hveiti stráða borðplötu og teygt aðeins út í horn og brotið svo inn að miðju, þegar þið hafið teygt deigið til allra átta er deiginu snúið á hvolf á bökunarpappír aftur í skálina og látið bíða. 

Hitið ofn í 220°C, setjið steypujárnspott inn og hitið hann í hálftíma, þá er potturinn tekinn út, deiginu með bökunarpappírnum sett í hann. Ég úða aðeins með vatni og dreifi sesamfræblöndu með hvítlaukssalti yfir, set lokið á. Inn í ofn í hálftíma, þá er lokið tekið af og bakað áfram í hálftíma.

Nokkrar ábendingar: 

Þetta með að velta deiginu á smjörpappírinn, gerir það að verkum að sami hluti deigsins snýr upp og var ofan á í fyrstu hefun, þannig að virkni gerlanna truflast ekki, þeir hefast áfram í sömu átt (þetta lærði ég á YouTube af einhverjum frönskum bakara.) Skerið með beittum hníf yfir deigkúluna áður en þið setjið brauðið í ofninn, þetta hjálpar til með hefunina í bakstrinum.

Ilmurinn er ómótstæðilegur ég veit, en það er samt betra að leyfa brauðinu að bíða í 15-20 mínútur undir hreinu stykki áður en það er skorið.

Prófið alls konar blöndur af fræjum og kryddum, búið til sjálf ykkar uppáhalds, stundum er gaman að setja smá kúmen annað sem gefur gott bragð og smátilbreytingu.

Bon appetit!

Ummæli