Túnfisksalat með lárperumauki og rækjum




2 litlar lárperur, vel þroskaðar
1/2 dós sýrður rjómi (10%)
3 soðin egg
1 dós túnfiskur
1/2 bolli rækjur
safi úr 1/2 sítrónu
sítrónupipar og Chili krydd eftir smekk

Byrjið á að afþýða rækjur og sjóða eggin og kæla. Takið utan af avókadó-unum og fjarlægið steinana, maukið með töfrasprota uns silkimjúkt og kekkjalaust. Hrærið sítrónusafa saman við og sýrðum rjóma. Kryddið með sítrónu eða limepipar og chiliblönduðu kryddi, t.d. Chili Explosion eða Chili salti. Túnfiskinum hrært saman við og síðan söxuðum eggjum og rækjum.

Æðislegt með alls konar kexi eða ristuðu brauði.

Bon appetit!




Ummæli