Sellerírótarsúpa


1 sellerírót, stór og væn - hreinsuð og skorin í grófa bita
1 msk ólífuolía eða kókosolía
1 rautt chilialdin, fræin hreinsuð og saxað gróft
3-5 sm engiferrót, rifin
2-3 hvítlauksrif, rifin
búnt af vorlauk, saxað gróft
1 lítri vatn
1 msk grænmetiskraftur
1 dós kókosmjólk
1 msk soyasósa
nýmulinn svartur pipar, etv. smá salt

Hitið olíuna í potti og bætið engifer, hvítlauk, chili og vorlauk út í, steikið án þess að það brúnist smá stund. Þá er vatni og sellerírót bætt í pottinn.

Látið sjóða uns þetta er meyrt. Þá er súpan maukuð með töfrasprota og kókosmjólkinni bætt saman við. Bragðbætt með soya sósu, pipar og salti.

Borið fram með góðu brauði.

Bon appetit!

Ummæli