Ákaflega góður og þægilegur réttur til að taka með í vinnuna, hann má nefnilega útbúa kvöldið áður og hita að morgni
2-250 gr gott beikon
1/2 - 1 askja Flúðasveppir, e. smekk (má sleppa)
12 brauðsneiðar
12 egg
1 1/2 bolli mjólk
1 kúfuð tsk Dijon sinnep
ferskmalaður pipar
100-150 gr bragðmikill ostur, sterkur gouda, Óðalsostur eða Cheddar, rifinn
Steikið beikonið í ofni uns það er orðið stökkt, þá er það sett á eldhúspappír og kælt.
Á meðan rífið þið brauðið niður í eldfast mót. Myljið beikonið yfir brauðið og dreifið söxuðum sveppum og rifnum osti yfir.
Setjið eggin í skál og þeytið þau rétt aðeins, bætið mjólk og sinnepi saman við. Hellið eggjablöndunni yfir allt saman, smá pipar að lokum.
Lokið forminu með filmu ef þið ætlið að láta þetta bíða til næsta dags, annars strax í ofninn.
Bakað við 180°C í 20-25 mínútur.
Bon appetit1
2-250 gr gott beikon
1/2 - 1 askja Flúðasveppir, e. smekk (má sleppa)
12 brauðsneiðar
12 egg
1 1/2 bolli mjólk
1 kúfuð tsk Dijon sinnep
ferskmalaður pipar
100-150 gr bragðmikill ostur, sterkur gouda, Óðalsostur eða Cheddar, rifinn
Steikið beikonið í ofni uns það er orðið stökkt, þá er það sett á eldhúspappír og kælt.
Á meðan rífið þið brauðið niður í eldfast mót. Myljið beikonið yfir brauðið og dreifið söxuðum sveppum og rifnum osti yfir.
Setjið eggin í skál og þeytið þau rétt aðeins, bætið mjólk og sinnepi saman við. Hellið eggjablöndunni yfir allt saman, smá pipar að lokum.
Lokið forminu með filmu ef þið ætlið að láta þetta bíða til næsta dags, annars strax í ofninn.
Bakað við 180°C í 20-25 mínútur.
Bon appetit1
Ummæli
Skrifa ummæli