Stundum er bara ekki tími til að dunda við Sörugerð, en manni finnst þær samt svooo góðar að maður vill helst ekki sleppa þeim. Þá er þessi uppskrift algjörlega málið því þessar sörur eru bakaðar í ofnskúffunni, og skornar í bita. Dásamlega góðar og fljótlegar sörur :)
Möndlumarengsbotn
400 g möndlur - hakkaðar fínt í matvinnsluvél
400 g sykur
4 tsk lyftiduft
6 stífþeyttar eggjahvítur (geymið rauðurnar)
Aðferð: blandið þurrefnunum saman með sleikju og stífþeyttum eggjahvítunum varlega saman við og dreifið síðan yfir bökunarpappír í ofnskúffu. Bakið við 175° í um 20 mínútur og takið út og látið kólna vel áður en þið setjið kremið.
Smjörkrem
250 g smjör
200 g flórsykur
6 eggjarauður
4 tsk kakó
2 tsk vanilludropar
Látið smjörið vera við stofuhita, mjúkt sem sagt, áður en þið byrjið að hræra. Best að brytja það í hrærivélaskálina og blanda sykri og eggjarauðum einni í einu saman við. Þá bragðefnum því þau eru smekksatriði og sumir vilja meira af þeim.
Þegar botninn er orðinn kaldur er kreminu smurt ofan á, eins jafnt og mögulegt er. Kælið áður en þið hjúpið. Ef þið komið ofnskúffunni ekki í ísskápinn er bara að klæða hana með álpappír eða plasti og setja út fyrir.
Hjúpur
200 g suðusúkkulaði - ef þið viljið heldur nota hjúpsúkkulaði er óþarfi að bæta við það fitu ;)
2 msk smjör (eða kókosolía)
Brætt saman yfir vatnsbaði og smurt yfir kalda kökuna. Kælt aftur og síðan skorið í litla ferninga, 2x2 sm og raðað í box og fryst.
Bon appetit!
Möndlumarengsbotn
400 g möndlur - hakkaðar fínt í matvinnsluvél
400 g sykur
4 tsk lyftiduft
6 stífþeyttar eggjahvítur (geymið rauðurnar)
Aðferð: blandið þurrefnunum saman með sleikju og stífþeyttum eggjahvítunum varlega saman við og dreifið síðan yfir bökunarpappír í ofnskúffu. Bakið við 175° í um 20 mínútur og takið út og látið kólna vel áður en þið setjið kremið.
Smjörkrem
250 g smjör
200 g flórsykur
6 eggjarauður
4 tsk kakó
2 tsk vanilludropar
Látið smjörið vera við stofuhita, mjúkt sem sagt, áður en þið byrjið að hræra. Best að brytja það í hrærivélaskálina og blanda sykri og eggjarauðum einni í einu saman við. Þá bragðefnum því þau eru smekksatriði og sumir vilja meira af þeim.
Þegar botninn er orðinn kaldur er kreminu smurt ofan á, eins jafnt og mögulegt er. Kælið áður en þið hjúpið. Ef þið komið ofnskúffunni ekki í ísskápinn er bara að klæða hana með álpappír eða plasti og setja út fyrir.
Hjúpur
200 g suðusúkkulaði - ef þið viljið heldur nota hjúpsúkkulaði er óþarfi að bæta við það fitu ;)
2 msk smjör (eða kókosolía)
Brætt saman yfir vatnsbaði og smurt yfir kalda kökuna. Kælt aftur og síðan skorið í litla ferninga, 2x2 sm og raðað í box og fryst.
Bon appetit!
Ummæli
Skrifa ummæli