Trönuberjasmákökur

Þetta er amerísk uppskrift og samkvæmt henni á að vera hvítt súkkulaði í kökunum og þær verða kannski enn jólalegri þannig en ég átti það ekki til og notaði því 70% dökkt súkkulaði. Það er líka ljómandi gott.



1 bolli smjör
3/4 bolli ljós púðursykur
3/4 bolli sykur
2 stór egg (3 lítil)
1 1/2 tsk vanilludropar
2 1/4 bolli hveiti
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 bolli þurrkuð trönuber (ég setti þau í bleyti í kalt vatn meðan ég hrærði deigið)
1 bolli grófsaxað súkkulaði að eigin smekk (hvítt, suðu, 70%)
1 bolli grófsaxaðar pekanhnetur (mega vera valhnetur)

Smjörið skorið í smábita og hært ljóst og létt með sykrinum, þá er eggjunum bætt í einu í senn. Vanilludroparnir næst og síðan er þurrefnunum bætt smám saman út í. Þegar deigið er tilbúið er trönuberjum, súkkulaði og hnetum hrært saman við með sleif.

Bakað við 180° á blæstri i ca. 8-10 mín. eftir stærð. Uppskriftin gefur ca. 80 stk.

Bon appetit!

Ummæli