Rauðkál

Nýsoðið rauðkál með kanil og kryddum er eitt af því sem kemur jólailmi í húsið og manni finnst einhvern veginn að kálið úr krúsinni komi ekki í staðinn, þó auðvitað verði maður stundum að láta það duga. En ef tíminn er nægur... ummm...


1 vænn rauðkálshaus, skorinn smátt - í báta og bátana svo í sneiðar
2 litlar kanilstangir
2 lítil lárviðarlauf
5-7 negulnaglar
200 gr sykur (púðursykur - má vera ljós, eða hrásykur)
150 ml rauðvínsedik
100 ml Ribena
100 ml vatn

Helmingnum af rauðkálinu skellt í pottinn (passa að nota stóran pott) þá kryddunum og loks rest af káli, þá sykri dreift yfir ásamt vökvanum og suðunni komið rólega upp. Síðan þarf að láta kálið malla við vægan hita í um það bil klukkutíma og passa að alltaf sé nægur vökvi á því, bæta við vatni eftir þörfum.

Sumir setja kryddið í grisjupoka og taka uppúr að suðu lokinni, ég læt nægja að tína það frá þegar ég ber kálið fram.

Bon appetit!

Ummæli