Ratatouille

Þessi frægi franski réttur er yfirleitt eldaður í potti eins og kássa, en mér finnst hann betri úr ofninum og ég bæti gjarnan við hann smáum kartöflum og mér finnst best að eiga vel þroskaða tómata og nota þá ferska heldur en að nota niðursoðna. En þetta er það dásamlega við eldamennsku að allt snýst þetta um smekk og svona uppskriftir eru ekki heilagar...



2 eggaldin
2 kúrbítar
1 stór rauðlaukur
2 paprikur, ein græn og ein rauð
1 stór rauðlaukur, eða 2 smærri
4-5 hvítlauksrif
4-5 vel þroskaðir tómatar, skornir í báta (eða 1 dós af niðursoðnum)
Glænýjar íslenskar kartöflur, skornar í fernt, magnið er smekksatriði og má alveg sleppa
Ólífuolía
Ferskar kryddjurtir (eða þurrblanda, t.d. Franskar kryddjurtir eða þá dass af basil, myntu og oreganó)
salt og nýmalaður svartur pipar e. smekk

Eggaldinið þarf að skera fyrst í þykkar sneiðar (1 1/2 sm) og salta, þegar dropar af sneiðunum er vökvinn þerraður af og þeim snúið við, endurtekið. Eggaldinsneiðarnar síðan skornar í fernt. Kúrbítarnir skornir í þykkar sneiðar og svo í fernt. Laukurinn er skorinn gróft, eða í báta. Hvítlaukurinn skorinn í þunnar sneiðar. Paprikurnar skornar í stóra bita.

Grænmetinu er komið fyrir í eldföstu móti og ólífuolíunni dreift yfir, kryddum dreift yfir og sett í 200°C heitan ofn. Eftir ca. hálftíma þarf að hræra aðeins í blöndunni og svo er þetta bakað áfram í hálftíma.



Svakalega gott með grilluðu lambakjöti og jógúrtsósu með myntu.

Bon appetit!

Ummæli