Hnetu- og chili kjúklingur

Þessa marineringu fann ég í grillbók kokkalandsliðsins sem gefin var út með stuðningi frá Kók, nema hvað henni er ætlað að bragðbæta svínakjöt, en hún smellpassar við kjúkling líka.



Marineringin

100 g hnetusmjör
50 g Sweet Chili sósa
50 ml matarolía
1 msk steinselja
smakkað til með salt og pipar

Ég játa að ég setti örlítið meira af chili sósunni, ca. 10 g í viðbót. Síðan var kjúklingurinn hlutaður í sundur í eina 10 bita, lærin tekin í tvennt og bringurnar líka, ég hamhreinsaði hann líka nema vængina. Síðan var marineringunni blandað vel á bitana og látið taka sig í ísskápnum í 1 1/2 tíma, þolir vel að bíða lengur en þetta dugði alveg.

Síðan var kjúklingurinn grillaður og borðaður með soðnum hrísgrjónum, sweet chili sósu og fersku salati úr garðinum ásamt niðursaxaðri gúrku, fínsöxuðum næpum og vatnsmelónubitum. Afar ljúffengt.

Bon appetit!

Ummæli