Sólskinssulta

Ekki ósvipuð uppskrift er í 11. tbl 2012 af Gestgjafanum, heitir Sólarsulta en þar er sett bæði mun meiri sykur, vanilla og sítrónubörkur, mig langaði bara í hreint og ómengað bragð af berjablöndunni og sultan er ljómandi góð.

400 g bláber
200 g sólber
250 g jarðaber
500 g sykur
1 pk blár Melamin

Bláberin og sólberin skoluð og stilkarnir teknir af sólberjunum. Jarðaberin eru þvegin og skorin í fernt. Sett í pott og sykrinum stráð yfir. Suðan látin koma upp og þá er lækkað og látið malla í 5 mín., Melamininu hrært saman við og látið malla áfram í 5 mín.

Sett í sjóðheitar hreinar krukkur. Dugar í 3-4 sultukrukkur.

Bon appetit!

Ummæli