Kjúklingaborgarar m. Parmesankartöflum

Þessi uppskrift er að mestu stolin frá Rachel Ray, dugar í fjóra stóra borgara - sjá hér


Byrjið á að blanda kryddunum út í alifuglahakkið og látið það jafna sig meðan þið útbúið

Parmesankartöflur:
Skerið kartöflur fyrir fjóra í fjóra báta hverja, fer þó e. stærð kartöflunnar, í þetta sinn áttum við glænýjar rauðar íslenskar beint úr garðinum og þær voru hreint sælgæti matreiddar svona.
Setjið í eldfast mót og stráið olíu og Maldon salti yfir.
Bakið í ofni í ca. 15 mín, takið þær þá út og stráið parmesan osti yfir, bakið áfram í 5-10 mín, uns osturinn er gullinn og kartöflurnar mjúkar.

Borgararnir:
1 pk alifuglahakk, 600 g
3-4 hvítlauksrif, kramin
6-7 capers, skorin í litla bita
1 msk Worchestershire sósa
5 skvettur af Tabasco sósu
1 msk rifinn parmesan ostur
salt og grófmalaður svartur pipar
1 tsk rósmarín (þurrt)
rifinn börkur af hálfri sítrónu



Ég bætti aðeins brauðmylsnu saman við hakkið, ca. 1 msk, því mér fannst það of blautt annars. Þegar hakkið hefur fengið að standa í smástund með kryddunum, getið þið mótað fjóra góða borgara og annað hvort grillað eða steikt á pönnu.

Borið fram með grófu hamborgarabrauði, léttri hvítlauks- eða pítusósu, fersku salati, tómötum og gúrku.

Bon appetit!

Ummæli