Rabarbarasulta

1 kg rabarbari
700 g sykur

Rabarbarinn er þveginn og hreinsaður, allt sem er trénað er hreinsað af berkinum en síðan er hann skorinn í 1 sm langa bita. Settur í pott og sykrinum stráð yfir.

Látið suðuna koma rólega upp og fleytið froðuna ofan af. Látið malla í einn til tvo tíma og hrærið í af og til. Takið lokið af pottinum síðasta hálftímann.

Sett í sjóðheitar hreinar krukkur og lokið sett strax á. Ég tvöfaldaði uppskriftina og hún dugði í 7 krukkur undan fetaosti.

Vilji maður nota minni sykur þarf að nota rotvarnarefni (blátt Melanin).


Bon appetit!

Ummæli