Lasagna


1 laukur, smátt saxaður
1/2 hvítlaukur (4-5 rif) kramin
5-6 gulrætur, skornar smátt
5-600 g hakk (hvaða hakk sem er)
meira grænmeti eftir smekk og birgðum í ísskáp
1 dós hakkaðir tómatar
1 lítil dós tómatpuré
1 dós Hunts spaghettísósa e. smekk
1 msk basilikum (þurrkað)
2 tsk óreganó (þurrkað)
1 tsk timían (þurrkað)
salt og pipar

1 stór og 1 lítil dós af kotasælu - eða Bechamel sósa
rifinn ostur (17% sveitabiti)
ca. 1/2 pakki lasagnaplötur

Hvítlaukur, laukur og gulrætur mýkt á pönnu, hakkinu bætt út í og það brúnað. Þá er kryddjurtunum blandað saman við og þá tómötum, tómatpúré og spagettísósu. Smakkað til með salti og pipar og etv. meira af kryddjurtum.

Setjið kjötsósu í botn á eldföstu móti, þá lasagnaplötur og dreifið kotasælu yfir þær. Aftur kjötsósu, plötur og kotasælu. Síðasta lagið er kotasæla og kjötsósa og þá er rifnum osti dreift yfir.

Borið fram með góðu salati og hvítlauksbrauði ef vill.

Bon appetit!

Ummæli