Rabarbarasaft

1 kg rabarbari
2 dl vatn
200 g sykur
1 tsk rotvarnarefni í 1 líter af saft

Þvoið rabarbarann og skerið hann í bita. Hann er soðinn með vatninu uns hann losnar vel í sundur. Festið grisju á stóran pott og hellið rabarbaranum í hana og látið saftina síast frá yfir nótt. Það má ekki kreista hratið því þá verður saftin gruggug. Þá er saftin í pottinum mæld og sett aftur í pottinn ásamt sykri og rotvarnarefni. Soðin í 5 mín., froðan veidd ofan af og saftinni hellt á hreinar flöskur.

Bon appetit!

Ummæli