Rabarbaragrautur

1 kg rabarbari
5 dl vatn
2 dl sykur
3 msk kartöflumjöl og 1/2 dl vatn

Þvoið rabarbaraleggina og afhýðið þá. Skerið hvíta rótarendann af.

Látið suðuna koma upp á vatni og sykri og skerið rabarbarann í ca. 2 sm langa bita. Setjið rabarbarann í vatnið og sjóðið hann þar til hann er mjúkur, ca. 5 mín. Hrærið kartöflumjölið út í köldu vatni (1/2 dl). Takið pottinn með grautnum af heitri plötunni og hellið kartöflumjölsvatninu í mjórri bunu út í pottinn og hrærið stöðugt í á meðan. Setjið pottinn aftur á heita plötuna og látið suðuna koma snöggt upp og þeytið vel í á meðan.

Hellt í skál og látið kólna. Stráið dálitlum sykri yfir, þá myndast ekki skán. Borinn fram volgur eða kaldur með mjólk eða rjómablandi.

Alveg eins og hjá ömmu :)

Bon appetit!

Ummæli