Rabarbarabaka með möndlumarengs

Bökudeig:
125 g hveiti (2 dl)
1 msk sykur
100 g smjör
1 (lítil) eggjarauða

Fylling:
250 g rabarbari
250 g sykur (3 dl)
1 vanillustöng
3 matarlímsblöð

Marengs:
30 g möndlur (rúml. 1/2 dl)
2 eggjahvítur
100 g flórsykur

Aðferðin:
Blandið saman mjöli og sykri í skál, brytjið smjörið út í og hnoðið saman í höndunum ásamt eggjarauðunni. Pakkið í plastfilmu og geymið í ísskáp í ca. klukkutíma.

Skolið rabarbarann, skerið rótina af og hreinsið allt gróft af stilkunum. Skerið í ca. 2 sm langa bita. Blandið rabarbara, sykri og vanillustönginni saman í pott og hitið rólega upp, hrærið stöðugt í á meðan, þar til sykurinn hefur bráðnað. Látið rabarbarann mýkjast við hæga suðu í ca. 5 mín. Leggið matarlímsblöðin í kalt vatn í 8 - 10 mínútur. Takið rabarbarann af hitanum, fjarlægið vanillustöngina og kreistið vökvann úr matarlímsblöðunum og bræðið saman við volgan rabarbarann. Látið kólna.

Hitið ofninn í 190°C. Fletjið deigið út í bökumót. Breiðið álpappír yfir og fyllið upp með hrísgrjónum, þurrkuðum baunum eða grófu salti. Bakið í 10 mínútur. Fjarlægið þyngdarfyllinguna og álpappírinn og bakið botninn áfram í korter. Takið úr ofninum og látið kólna alveg á rist.

Hakkið möndlurnar gróft og ristið þær gullnar á þurri pönnu, látið kólna. Þeytið eggjahvíturnar stífar, bætið flórsykrinum smám saman við og að lokum möndlunum.

Kveikið á grillinu á ofninum eða setjið hann á hámarkshita. Dreifið rabarbarafyllingunni yfir botninn og síðan marengsdeiginu ofan á og stingið í ofninn uns marengsinn tekur örlítið gullinn lit. Berið fram heitt með þeyttum rjóma.

Bon appetit!

Ummæli