Rabarbara Rúna



1/2 kg rabarbari
1/2 dl sykur
100 g karamellufyllt súkkulaði

Deig:
2 dl hveiti
1 dl sykur
100 g smjör
Möndluspænir

Skerið rabarbarann í bita og setjið í eldfast mót, sáldrið sykrinum yfir. Brytjið súkkulaðið og dreifið yfir. Hnoðið saman hveiti, sykri og smjöri og myljið ofan á rabarbarafyllinguna. Bakið í ofninum við 175°C í 20 mín, sáldrið þá möndluspæninum yfir og bakið áfram í 10-15 mín. Borðið heitt með vanilluís eða þeyttum rjóma.

Tilbrigði við þetta stef... sleppa súkkulaðinu og setja smá kanil í deigið (1/2 tsk) og ef vill púðursykur í stað sykurs. Eins er mjög gott að blanda til helminga rabarbara og hindberjum... látið hugarflugið ráða, þetta er allt svo gott :)

Eins má skipta út helmingi af rabarbara fyrir ferskjur, plómur, hindber eða jarðaber og nota suðusúkkulaðidropa (50 g) í staðinn fyrir karamellusúkkulaði.



Bon appetit!

Ummæli