Ólífubrauð

Uppskrift úr gömlum Osta- og smjörsölubæklingi (nr. 58), dugar í tvö brauð.


950 g hveiti (geymið 100-200 gr til að hnoða í eftir hefun)
2 tsk salt
1 bréf þurrger
1/2 dl matarolía
6 dl volgt vatn
125 g rifinn ostur
110 g fylltar ólífur eða svartar

Setjið stærstan hluta hveitisins í skál ásamt þurrgeri og salti, velgið vatnið í 37-38°C og hrærið saman við þurrefnin ásamt olíunni. Látið hefast á hlýjum stað í amk 40 mín. Skerið ólífurnar í sneiðar.

Hnoðið afgangnum af hveitinu saman við deigið og skiptið því í tvennt. Fletjið deigið út, hvorn helming fyrir sig í ca. 50x25 sm ferhyrning. Dreifið rifnum osti og ólífum yfir og rúllið deiginu upp frá langhliðinni. Myndið skeifu úr rúllunum og látið á ofnplötu klædda bökunarpappír. Penslið með vatni.

Bakið í ca. 25 mín við 225°C og látið kólna undir klút.

Afar góð með súpum eða sem meðlæti með pasta.

Bon appetit!

Ummæli