Konfekt ís

Þetta er jólaísinn 2011, lítillega breytt uppskrift af Toblerone ísnum.

6 egg
6 msk púðursykur
100 gr suðusúkkulaði, brætt yfir vatnsbaði
3 pelar rjómi
200 gr Nóa konfekt

Þeytið eggjarauður og púðursykur uns ljóst og létt. Bræðið súkkulaði á meðan og látið blönduna kólna aðeins áður en henni er hrært varlega saman við eggjablönduna. Stífþeytið rjómann og blandið honum varlega saman við súkkulaðihræruna með sleikju. Saxið konfekt eða skiptið molunum í tvennt, setjið til hliðar. Stífþeytið eggjahvíturnar og hrærið þær varlega saman við ásamt konfektbitunum.

Setjið í falleg form og frystið, ég setti smávegis af Amarula líkjör í litla formið (ca. 2 msk) fyrir þá fullorðnu.

Bon appetit!

Ummæli