Hvít pizza - pizza blanca

Ég nota spelt pizzubotn í þessa pizzu, ef ég bý hann ekki til sjálf kaupi ég bónusdeigið eða Wewalka gróft

25 ofnbökuð hvítlauksrif, sjá aðferð síðar
250 gr humar - gjarnan forréttahumar (þarf engan gæðahumar í þetta)
1 stór Mozarellakúla
Extra virgin ólífuolía
Maldon salt og nýmalaður svartur pipar
Rifinn mozarellaostur e. smekk (nota oftast 1 pk)

Fletjið pizzudeigið út og penslið vel með ólífuolíu. Smjörsteikið humarinn á pönnu, kælið aðeins. Dreifið humrinum yfir pizzuna ásamt hvítlauknum. Skerið Mozarellakúluna í sneiðar og dreifið yfir ásamt rifnum mozarellaosti, ef þið viljið meiri ost. Kryddið með salti og pipar.

Bakið í 10-15 mínútur v. 230°C

Fáið ykkur endilega gott hvítvín með þessu - bon appetit!

Ofnbakaður hvítlaukur

Skerið ofan af hvítlaukunum og setið í eldfast mót, þið þurfið 2-3 hvítlauka, hellið olíu yfir sárin og saltið. Bakið í ofni í tæpan klukkutíma við 150°C. Geirarnir eru plokkaðir úr hvítlauknum þegar þeir eru fullbakaðir en orðnir kaldir og dreift á pizzuna.

Ummæli