Heilhveitibrauð


Uppskriftin dugar í tvö stór brauð.

8 dl hveiti
8 dl heilhveiti
5 tsk salt
5 tsk sykur
1 bréf þurrger
1 dl matarolía
9 dl volgt vatn
1 bolli fræblanda, ef hún er til, gott að bleyta aðeins í fræunum með volgu vatni

Þurrefnunum og ger blandað saman í stóra skál, búið til holu í miðjuna og hellið hluta olíu og vatns þar saman við. Hrærið og bætið smám saman við meira af þurrefnum úr jaðri holunnar og vatni. Deigið á að vera eins og þykkur grautur. Látið hefast á hlýjum stað í klukkutíma minnst.

Hnoðið deigið lauslega með ca 1 dl af heilhveiti uns deigið er mjúkt og vel teygjanlegt. Skiptið deiginu í tvennt og rúllið í lengjur. Smyrjið tvö stór brauðform og setjið lengjurnar í þau. Penslið með vatni. Látið hefast í 30-45 mín á hlýjum stað.

Bakið við 200°C í 50 mín., takið brauðið úr ofninum og hvolfið þeim úr formunum á ofnplötu og bakið áfram í 10-15 mín. Látið kólna undir klút.



Bon appetit!

Ummæli