Humarpasta

500 gr skel- og garnhreinsaður smár humar (má vera forréttahumar)
3-4 hvítlauksrif
1 peli rjómi
1/2 blaðlaukur
1/2 askja sveppir (ef litlir skornir í helminga, annars í þykkar sneiðar)
1 askja rjómaostur m. svörtum pipar
1/2 piparostur, skorinn í bita

Heilhveitipasta - skrúfur eða spaghetti - soðið skv. leiðbeiningum á pakka

Hitið oliu á pönnu og kremjið hvítlauk út í, steikið humarinn. Setjið til hliðar á disk og steikið sveppi og blaðlauk uns mjúkt, setjið rjóma saman við og þá piparost í teningum og eina öskju af rjómaosti. Þegar piparosturinn hefur bráðnað er humrinum bætt í sósuna. Pastanu hellt í skál og sósunni yfir.

Hvítlauksbrauð sakar ekki, en má líka alveg sleppa.

Bon appetit!

Ummæli