Hrökkbrauð

Uppskrift úr Bændablaðinu

1 dl hörfræ
1 dl sólblómafræ
1 dl graskersfræ
1 dl sesamfræ
1 dl gróft haframjöl
3 1/2 dl. spelthveiti gróft
2 tsk Maldon salt
1 1/4 dl olía
2 dl vatn

Setjið allt hráefnið í skál og hrærið í með sleif. Ef deigið er of blautt til að fletja það út er best að bíða smá stund uns fræin hafa dregið í sig vökva. Setjið helminginn af deiginu á örk af bökunarpappír og aðra yfir, fletjið út með kökukefli. Bakið við 200°C í 15-20 mínútur og brjótið niður í heppilega bita. Gerið eins með hinn helminginn.

Bon appetit!

Ummæli