Heslihnetukökur

Þessa uppskrift fékk ég hjá Fanneyju vinkonu minni. Fyrst þegar ég prófaði þær leist mér ekki meir en svo á deigið, en allur vafi hvarf við fyrsta smakk.


200 g heslihnetur
2 dl sykur
1 egg
50 g brætt smjör
súkkulaðidropar

Malið hneturnar fínt í matvinnsluvél, hrærið sykri, síðan eggi og smjöri saman við. Mótið litlar kúlur úr deiginu. Bakið við 180°C í ca. 10 mínútur. Setjið súkkulaðidropa á hverja köku um leið og hún kemur úr ofninum.

Bon appetit!

Ummæli