Plómusulta með rauðvíni og kanil

1 kíló plómur
750 g sykur
1 1/2 dl rauðvín
heil kanilstöng (6-8 sm)
rotvarnarefni

Plómurnar eru þvegnar og steinhreinsaðar. Skornar í helminga og helmingarnir helmingaðir og síðan skornir í bita. Plómur og sykur er sett í lögum í pott og rauðvíni bætt út í. Þá er suðunni hleypt upp en potturinn tekinn af hitanum og beðið í 15 mínútur, suðunni hleypt upp aftur og aftur er potturinn tekinn af hitanum og sultan látin bíða í kortér. Þá er kanilstönginni bætt út í og suðunni hleypt upp, hrærið vel og bætið rotvarnarefni saman við. Sultan er sett í sjóðheitar tandurhreinar krukkur, ég hita ofninn í 150°C og læt þær vera þar í 10-15 mín áður en ég fylli þær og set plastfilmu yfir og þá lokið.

Þetta er afbragðs góð sulta, hvort heldur er með vöfflum og rjóma, pönnukökum eða sunnudags- eða jólasteikinni.

Bon appetit!

Ummæli