Íslensk kjötsúpa

Allir eiga sjálfsagt sína uppskrift - en hér er mín

1-1 1/2 kg súpukjöt
1 rófa
3-4 gulrætur
1 laukur
1/2 dl súpujurtir
1 tsk lambasoðkraftur
2 tsk salt
1/2 tsk pipar
2 1/2 - 3 lítrar vatn
4-6 kartöflur (ég sýð þær sér)

Kjötið sett í pott og vatnið, suðunni hleypt upp og froðan fleytt vel ofan af. Þá er söxuðum lauk og súpujurtum bætt út í, eftir ca. 1/2 tíma er gróf söxuðum rófum og gulrótum bætt saman við og súpan krydduð með lambakrafti, salti og pipar. Kartöflurnar soðnar. Undir lok suðutímans er súpan smökkuð betur til með salti og pipar.

Best er að súpan fái að malla við hægan hita í tvo tíma og langbest er hún upphituð.

Bon appetit!

Ummæli