Cobb salat

Matarmikið og gott salat sem var fyrst búið til á fjórða áratugnum á veitingastað í Hollywood og var nefnt eftir eiganda staðarins, Mr. Robert Cobb. Þessi uppskrift dugar tveimur til þremur.


Salatið

1/2 iceberg haus, rífið kálið eða saxið gróft
1/2 romaine kálhaus, gróft saxaður (hef notað spínat staðinn)
50 g gráðostur, mulinn
6 beikonsneiðar, vel steiktar og skornar í munnbita
1 kjúklingabringa, steikt með salti og pipar á pönnu, látið kólna og skerið svo í 1 - 2 sm teninga
3 harðsoðin egg, skorin í grófa bita
2 meðalstórir tómatar, skornir í grófa bita
1 avókadó, skorið í 1 sm teninga
2 msk graslaukur, smátt saxaður - það má notað önnur fersk krydd e. smekk í staðinn.

Byrjið á að sjóða eggin og steikja kjúklingabringuna og beikonið. Þetta þarf að kólna áður en salatið er borið fram. Eins er gott að blanda salatsósuna 1-2 tímum fyrir framreiðslu.

Salatsósa

1 msk rauðvínsedik
1 msk sítrónusafi
2 tsk dijonsinnep (má vera grófkornað dijon)
1 hvítlauksrif, smátt saxað
1/2 tsk Worcestershire sósa
1/2 tsk salt
1/2 tsk sykur
1/2 tsk pipar
1 1/2 dl ólívuolía (extra-virgin)

Þeytið allt saman nema olíuna. Hellið henni síðan út í mjórri bunu og þeytið þar til allt hefur blandast vel. Smakkið og bætið við pipar og salti eftir smekk. Sósan geymist í viku ef hún er geymd í lokuðum umbúðum inni í ískáp.


Dreifið kálinu á botninn í stórri skál. Setjið kjúklingateningana í röð ofan á kálið, síðan beikonið, tómata, gráðost, avókadó og söxuð egg. Sérkenni Cobb salatsins er að það er framreitt þannig að hráefninu er raðað yfir kálið í lengjum eins og sést á myndinni.

Bon appetit!

Ummæli