Toblerone ís

Það er nú svo merkilegt með jólin hvað sumt er ómissandi og þarf að vera eins frá ári til árs, samt kaupi ég oftast Gestgjafablöð fyrir jólin! Úr einu þeirra er þessi uppskrift fengin (1997), en það var þegar börnin voru ung og ekki eins íhaldssöm og nú.

Allt sem þarf tilbúið og þá er bara að hefjast handa :)

6 egg
6 msk sykur
100 g Toblerone, brætt
(hef klikkað á að kaupa nógu mikið Toblerone og notað suðusúkkulaði í staðinn, það kom ekki að sök)
3 pelar rjómi
200 g Toblerone, saxað

Eggjarauðurnar eru þeyttar með sykrinum uns blandan er ljós og létt.


Þá er brædda Tobleroninu blandað varlega saman við eggjablönduna með sleikju, passið að hafa súkkulaðið ekki of heitt þarna og þetta verður að gerast með höndunum.


Stífþeytið rjómann og blandið honum varlega smátt og smátt út í eggjablönduna með sleikjunni. Þetta þarf að gerast varlega og mjög rólega annars missir maður loftið bæði úr eggjablöndunni og rjómanum.

Þá saxaða súkkulaðinu, enn með varlegum hægum hreyfingum á sleikjunni, veltið blöndunni í skálinni með sleikjunni er betri lýsing en hrærið saman við.


Stífþeyttum eggjahvítum er loks hrært jafn varlega saman við eins og hinu.


Í uppskrift Gestgjafans segir að gott sé að blanda 2-3 msk af Kahlua líkjör út í, en það höfum við ekki gert - það er aðeins of "fullorðins" fyrir jólaísinn!

En þá er ísblandan sett í form og fryst og kosturinn við þetta er að þetta má gera með góðum fyrirvara einhvern tíma á aðventunni.



Bon appetit!

Ummæli