Súkkulaðikaka með pekanhnetum


Þessa fékk ég hjá Ingu Dagmar í leshringnum Æskunni - hún sló sjálfum Jóni Kalman við! 




Botn: 
4-5 msk smjör 
100 gr dökkt súkkulaði 
3 egg
3 dl hrásykur 
1 1/2 dl hveiti (ég nota frekar heilhveiti eða spelt)
1 tsk salt 
1 tsk vanilludropar


Bræða smjör og súkkulaði yfir vatnsbaði. Þeyta egg og sykur og vanilludropa saman.Öllu blandað varlega saman. Bakað í 15 mín við 175°C.

Karamellukrem:
4 msk smjör
1 dl púðursykur 
2 msk rjómi 
Hitað í potti. Rjóminn settur síðast í og allt soðið við lágan hita í 1 mín. Kælt aðeins.Þegar botninn er tilbúinn er pekanhnetunum (1 poki) stráð yfir og karamellukreminu hellt yfir og bakað áfram í 15 mín. 

Að lokum er 100 gr af súkkúlaðispæni dreift yfir heita kökuna. Fallegt að blanda hvítu og dökku súkkulaði. 


Bon appetit!

Ummæli