Súkkulaði pavlova

6 eggjahvítur
300 g sykur
1-2 tsk vínedik (ein dugar)
3 msk kakó (sigtað)
50 g dökkt súkkulaði

1/2 lítri rjómi, þeyttur
hindber, önnur ber eða ávaxtablanda

Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum smám saman út í og hrærið stöðug í á meðan. Bætið vínediki og sigtuðu kakói út í og hrærið nú varlega í blöndunni með sleif. Setjið marengsinn á bökunarpappír í formi. Dreifið söxuðu súkkulaði yfir. Bakið við 120°C í 2 klukkustundir og látið síðan kólna í ofninum. Skreytið með þeyttum rjóma og berjum/ávöxtum að vild. Ef notuð eru frosin ber er best að láta þau þiðna í sigti og þorna aðeins áður en þau fara út á rjómann.

Bon appetit!

Ummæli