Pavlova

Pavlova er og verður ein af mínum uppáhalds hvort sem er veisluterta eða eftirréttur, hún er einfaldlega aldrei vond og maður fær aldrei leið á henni því maður hefur hana aldrei alveg eins og síðast... hér með bláberjum, vínberjum, kiwi og mangó



6 stórar eggjahvítur
1 stór bolli sykur
1/2 stór bolli ljós púðursykur
6 tsk maisenamjöl
1 tsk eplaedik

1/2 lítri þeyttur rjómi
ber og eða aðrir ávextir

Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum smám saman útí, hrærið vel á milli. Látið maisenamjölið og edikið varlega út í.

Formið marengsinn að vild á bökunarpappír og bakið við 120°C í tvær klst. Slökkvið á ofninum og látið kökuna kólna í honum. Best að gera botnin daginn fyrir notkun.

Skreytið með þeyttum rjóma og ávöxtum/berjum e. smekk amk. þremur tímum fyrir framreiðslu.

Bon appetit!

Ummæli