Lax á spínatbeði með bláberjasósu

1 kg. laxaflök með roði, má eins vera bleikja eða silungur
2 msk ósaltað smjör
2 hvítlauksrif, rifin eða kramin

Bláberjasósa
1 msk kartöflumjöl
safi úr hálfri sítrónu
150 g frosin bláber (mega vera fersk)
2 msk Balsamic síróp
1/2 bolli kjúklingasoð
1 tsk ferskt timían
bragðbætt með nýmuldum svörtum pipar og salti ef þarf
2 msk ósaltað smjör 

Blandið saman smjöri og hvítlauk í lítilli skál. Þerrið fiskinn og þekjið síðan með hvítlaukssmjörinu. Kryddið með salti og pipar.
 
Hrærið saman sítrónusafa og kartöflumjöli í lítilli glerskál. Hellið í lítinn pott ásamt því sem á að fara í sósuna, utan smjörið sem ekki er bætt í fyrr en rétt fyrir framreiðslu. Hitið sósuna að suðu og látið hana rétt krauma við lágan hita í 20-30 mín.

Hitið vatn í potti og sjóðið spínat í sigti eða þar til gerðum gufusuðupotti. Gætið að suðutímanum.

Hitið ofnin í 200°C. Raðið laxabitum í eldfast mót, smurt með smjöri. Þegar ofninn er orðinn heitur er fatið sett í ofninn. Eldið fiskinn í 8-10 mínútur eða þar til laxinn er steiktur. Hann er tilbúinn þegar hann er orðinn bleikur og gefur örlítið eftir sé þrýst á hann. Gætið þess að ofsteikja hann ekki.
 
Hrærið smjöri út í bláberjasósuna og hellið yfir laxaflökin rétt áður en þeirra er neytt. 

Borðið með gufusoðnu spínati og fersku salati.

Bon appetit!

Ummæli