Jólafrómas

Þennan eftirrétt gerði mamma alltaf á jólunum þegar ég var lítil, hjá mínum börnum hefur Tobleroneísinn orðið vinsælli - en hann fær samt að vera með.

3 egg
100 g sykur
3 stk matarlímsblöð
250 g ananaskurl (og 1 dl af safa úr dósinni)
1/2 lítri rjómi
sítrónusafi úr 1 sítrónu

Byrjið á að leggja matarlímið í bleyti í vatni. Þeytið síðan egg og sykur í ljósa froðu. Bætið ananas út í. Bæðið matarlímið í potti í sítrónusafa og hellið síðan varlega saman við, gætið að því að matarlímið sé ekki of heitt og hrærið varlega saman við eggjahræruna. Þeytið því næst rjómann og hrærið honum síðan varlega saman við eggjablönduna ásamt 1 dl af ananassafa úr dósinni. Látið frómasinn stífna í ísskáp yfir nótt í þeirri skál sem þið ætlið að bera hann fram í, eða mótinu sem þið ætlið að hvolfa úr. Skreytið gjarnan með þeyttum rjóma, rauðum kokteilberjum og rifnu súkkulaði.

Bon appetit!

Ummæli