Frönsk súkkulaðikaka

...eða Dokor Margrét (eins og Laufey kallaði hana)

200 g smjör
200 g dökkt súkkulaði (suðu- eða 70%)
4 egg
3 dl sykur
1 dl hveiti
100 g hakkaðar möndlur

Hita smjör og súkkulaði í vatnsbaði (eða í örbanum). Egg og sykur þeytt vel saman. Hveitinu og möndlunum hellt út í eggjablönduna. Súkkulaðiblandan látin kólna aðeins og hellt saman við hitt.
Bakað við 180°C í ca 45 mín. (Fer eftir ofnum).
Borin fram (búið að kæla eða bara eftir smekk) með jarðarberjum (ofan á) og þeyttum rjóma.

Bon appetit!

Ummæli