Bragðmikið kartöflusalat

Þessa uppskrift smakkaði ég fyrst hjá Pétri fyrrverandi mági mínum, fyrir mörgum mörgum árum. Hún opnaði mér nýja sýn á meðlæti með köldu hangikjöti og hefur tilheyrt jólunum síðan.

200 g mæjones (nota létt - líka á jólunum)
1/2 dós sýrður rjómi (10%)
2 tsk Dijon sinnep
1 tsk karrý
2 kramin hvítlauksrif
safi úr 1/2 sítrónu (eða minna - smakka þetta til)
750 g kaldar soðnar kartöflur, skornar í helminga eða fjórðunga e. stærð
125 g ferskir sveppir, skornir gróft
10-15 grænar fylltar ólífur, skornar í helminga

Byrjið á að hræra sósuna og smakka hana til, þá er kartöflunum, sveppunum og loks ólífunum bætt saman við.

Gott með köldu reyktu kjöti, hvort sem það er hangikjöt eða hamborgarahryggur.

Bon appetit!

Ummæli