Bleikjuflök með sítrónusmjöri

Áætlið 1 bleikjuflak á mann
1 sítróna
1 msk góð ólífuolía
50-70 g ósalt smjör
sítrónupipar og Maldon salt e. smekk

Þerrið bleikjuflökin með eldhúspappír og kryddið þau með sítrónupipar. Bræðið hluta smjörinu á pönnu við góðan hita ásamt olíunni. Þegar smjörið hefur bráðnað er bleikjan sett á pönnuna með kjöthliðina niður í 1-2 mínútur, síðan er henni snúið við og smjöri bætt við e. þörfum. Þegar popphljóð fer að heyrast er safinn úr sítrónunni kreistur yfir ásamt meira smjöri, þá er salti dreift á flökin e. smekk og þau borin fram.

Þennan unaðslega fisk borðum við oftast með glænýjum kartöflum og salati, en þau eru ekki síðri með hrísgrjónum.

Ummæli