Appelsínusúkkulaðibitakökur

Þessi uppskrift er úr Nóa Siríus bæklingi, hún hlaut náð fyrir augum barnanna og er nú ómissandi á jólunum. Er hér eilítið breytt frá upprunalegu útgáfunni.

250 g mjúkt smjör
150 g ljós púðursykur (í uppskriftinni eru 100 g muscovado sykur og 50 g hráyskur)
300 g hveiti
2 msk léttmjólk
175 g Siríus Konsúm Orange súkkulaði, gróft saxað
50 g heslihnetur, grófsaxaðar (í uppskriftinni eru pekanhnetur)

Hitið ofninn í 160°C. Hrærið smjör og sykur vel saman.Blandið hveitinu og mjólkinni saman við og síðast söxuðu súkkulaðinu og hnetunum. Setjið bökunarpappír á plötur og setjið deigið með tveimur teskeiðum í litlar kúlur með góðu millibili á hverja plötu, ca. 4-5 kúlur í röð, fjórum sinnum. Bakið kökurnar ofarlega í ofninum í 10-15 mín. Látið kólna vel áður en þær eru settar í box. Gerið gjarnan tvöfalda uppskrift til að ná nokkrum kökum í box!

















Bon appetit!

Ummæli