Vöfflurnar hennar ömmu




Vöfflur bara klikka ekki og amma átti gjarnan deig tilbúið í ísskápnum um helgar og bakaði eftir þörfum. Deigið á að vera eins og þykkur vellingur og þær eru frekar þéttar í sér. Vöfflur með sultu og rjóma eins og amma hafði þær er klassískt, en það er líka gott að leika sér með meðlætið og pönnukökusíróp, kanilduft og vanilluís hefur verið vinsælt hjá okkur líka.

250 g hveiti
2 kúfaðar tsk lyftiduft
100 g smjörlíki, brætt (tæpur dl matarolía)
100 g sykur
2 egg (3 ef mjög lítil)
vanilludropar (1 tappafylli)
mjólk (passa að hafa deigið frekar þykkt)

Bon appetit!

Ummæli