Vinsæla sjónvarpskakan



300 g sykur
4 egg
2 tsk vanillusykur
250 g hveiti
2 tsk lyftiduft
2 dl mjólk
50 g smjörlíki

Ofanábráð:
125 g smjörlíki
100 g kókosmjöl
125 g dökkur púðursykur
4 msk mjólk

Egg og sykur er þeytt vel saman uns ljóst og loftkennt. Þá er þurrefnunum blandað varlega saman við smátt og smátt. Smjörlíkið er brætt með mjólkinni í potti, kælt aðeins og blandað rólega saman við blönduna. Deiginu er hellt í smurða ofnskúffu og bakað í 20 mínútur við 175°C.

Efnið í ofanábráðina er sett í pott og hitað uns sykurinn er bráðnaður. Þegar kakan hefur verið í ofninum í 20 mín., er þessu hellt yfir hana, hitinn hækkaður í 200°C og kakan bökuð áfram í 10 mínútur.

Ummæli