Vestkystsalat

Þetta salat er ættað frá Noregi og heiti þess vísar í sjávarlífið á vesturströndinni

1/3 Iceberg salat
1/2 agúrka
3 tómatar
1 rauð eða gul paprika
1/2 rauðlaukur
1/2 dós maískorn
3 soðin egg
1 dós túnfiskur (í vatni)
250 g rækjur
safi úr 1/2 sítrónu

Byrjið á að afþýða rækjurnar, dreipið yfir þær safa úr 1/2 sítrónu og látið bíða. Hellið safanum af túnfiskinum. Skerið grænmetið eftir ykkar smekk og blandið öllu í stóra skál. Eggin eru skorin í báta og látin liggja efst.

Með þessu borða Norðmenn gjarnan Þúsund eyja sósu sem hægt er að kaupa í búð en mér finnst ekki verra að hræra þessa sósu með:

1 dós sýrður rjómi (10%)
1 tsk karrý
1 tsk töfrakrydd frá Pottagöldrum
1/2 tsk salt
safi úr hálfri appelsínu

Þessi skammtur dugar 3 fullorðnum sem aðalréttur.

Borðið gjarnan hollustubrauð úr spelti með

Ummæli