Súkkulaðihnetuterta

Þessi uppskrift er frá Hildigunni Rúnarsdóttur

150 g suðusúkkulaði
150 g heslihnetur, saxaðar
100 g sykur
3 egg

Egg og sykur er þeytt saman uns ljóst og loftkennt. Malið hnetur og súkkulaði í matvinnsluvel og bætið þeim síðan varlega saman við eggjahræruna með sleikju. Best er að mala súkkulaðið líka í matvinnsluvél, frekar en að saxa það smátt. Bakið í vel smurðu lausbotna tertuformi við 200°C í 25 mínútur.

Ofan á er settur þeyttur rjómi og niðurskornir ferskir ávextir. Kakan er einstaklega góð með saxaðri vatnsmelónu eða ferskum jarðaberjum.

Ummæli