Spaghettí með túnfiski og sítrónu

Spaghetti al tonno e limone

500 g spaphettí
2 msk ólífuolía
1 hvítlauksrif (nota gjarnan 2-3)
4 msk söxuð steinselja
1 dós túnfiskur, 200 g.
safi úr 1 sítrónu
60 g nýrifinn parmesanostur
30 g smjör
salt
svartur pipar úr kvörn

Látið renna af túnfiskinum og takið hann sundur í flögur. Hitið ólífuolíuna og setjið smátt saxaðan hvítlauk og steinselju út í. Hafið vægan hita og hrærið stöðugt í og bætið fiskinum smám saman við. Hitinn á að vera svo vægur að ekkert af þessu breyti um lit.

Sjóðið pastað, fylgið leiðbeiningum og ofsjóðið það ekki (ekki meira en 10 mín). Látið renna af pastanu í sigti og setjið á heitt fat. Setjið túnfisksósuna út í og blandið vel. Bætið nú við sítrónusafa, osti og smjöri í litlum bitum og saltið og piprið eftir smekk. Blandið enn vel og berið fram.

Hafa þarf hraðar hendur til að smjörið og osturinn nái að bráðna í hitanum af pastanu.

Ummæli