Spaghettí að hætti ekilsins

Spaghetti al carretiere

500 g spaghettí (eða tagliatelle)
250 g nýir sveppir eða samsvarandi af þurrkuðum
3 msk ólífuolía
2 hvítlauksrif
1 lítill piparbelgur eða 1 tsk þurrkaður, steyttur belgpipar
100 g beikon
1 dós tómatar, 400 g
80 g túnfiskur úr dós
steinselja

Skerið sveppina í þunnar sneiðar. Hitið olíuna og setjið út í hana smátt saxaðan hvítlauk og belgpipar. Þegar hvítlaukurinn fer að fá lit er beikoni bætt við í litlum teningum (hef líka notað beikonkurl) og þegar fitan fer að bráðna úr því er sveppunum bætt við. Látið renna af tómötunum og bætið þeim við 5 mín. síðar. Þetta á nú að malla í 15 mínútur við vægan hita. Á meðan má láta renna af túnfiskinum og losa hann svo í flögur. Bætið honum síðan við og látið malla rólega í 15 mínútur í viðbót.

Sjóðið pastað og gætið þess að ofsjóða það ekki (hámark 10 mín). Látið renna af pastanu í sigti og hellið því á stórt fat. Hellið sveppasósunni út á og blandið vandlega. Stráið saxaðri steinselju ofan á og berið réttinn strax fram.

Ummæli