Spaghetti alla Carbonara

Spaghettí að hætti kolagerðarmannsins

500 g spaghettí
5 egg
1 dl rjómi
salt, svartur pipar úr kvörn
1 msk ólífuolía
25 g smjör
200 g beikon (kaupi gjarnan kurlað)
100 g rifinn parmesanostur

Þeytið eggin og rjómann ásamt ögn af salti. Hitið olíu og smjör í stórum potti. Setjið beikonið út í, í teningum og látið það malla hægt þar til fitan er orðin glær.

Sjóðið pastað, gætið þess að ofsjóða það ekki (hámark 10 mín). Látið renna af því og setjið það í pottinn með beikoninu. Hrærið vel. Takið pottinn nú af hitanum og hrærið eggjablöndunni saman við ásamt dálitlu af ostinum. Eggin hlaupa saman við hitann af heitu pastanu og það er um að gera að vera handfljótur. Hrærið vel saman þar til hver ræma af spaghettíinu er þakin þykkri, gulri sósu. Bætið nú við afganginum af ostinu og pipar eftir smekk. Berið strax fram.

Gott hvítlauksbrauð með!

Ummæli