Hafra- og rúsínukökur

Þessi uppskrift hefur fylgt mér síðan í bernsku en amma mín heitin bakaði þær alltaf og hélt mikið upp á þær. Þær eru alveg jafn góðar nú og í minningunni.

150 g / 2 bollar haframjöl
200 g / 1 1/2 bolli rúsínur
250 g / 1 bolli smjör

Þetta er allt hakkað saman í hakkavél

200 g / 1 1/2 bolli hveiti
1 bolli sykur
2 egg
2 tsk matarsódi

Þetta er hnoðað saman við rúsínumaukið.

Litlar kúlur eru formaðar úr deiginu og settar á bökunarpappír á ofnplötu. Kúlunum er þrýst létt saman með gaffli. Þá eru þær bakaðar við 175°C í 10-12 mínútur.

Ummæli