Portúgalskur saltfiskur

1 kg saltfiskur (vel útvatnaður)
hveiti, olía, smjör
1 sítróna
3 laukar
fersk steinselja (nokkrar greinar)
2-3 hvítlauksgeirar


Roðhreinsið fiskinn og skerið í hæfilega stóra bita. Þerrið fiskbitana með eldhúspappír og veltið þeim uppúr hveiti sem kryddað hefur verið með salti og pipar. Steikið í smjöri og olíu (hlutfalli 1:1) þar til hveitihjúpurinn er fallega gulur. Skerið lauk í sneiðar, veltið upp úr hveiti og steikið í feitinni.

Leggið fiskinn, lauk, mulinn hvílauk, steinseljugreinar og þunnar, hráar kartöflusneiðar í eldfast mót. Sjóðið saman það sem eftir er á pönnunni ásamt 3-4 dl af fiskkrafti, hvítvínslögg eða sítrónusafa. Hellið soðinu í mótið og lokið því með álpappír og bakið í ofni í klukkutíma við 180°C

Gott snittubrauð og ólífuolía er gott með þessum rétti.

Bon appetit!

Ummæli