Pönnukökurnar hennar ömmu

Fátt jafnast á við nýbakaðar pönnukökur með strásykri, tilvalið tækifærisbakkelsi sem öllum líkar við.



250 g hveiti
50 g sykur
50-75 g smjörlíki, brætt á pönnunni
1/2 tsk natron
1 egg
Sítrónudropar (eða vanillu), ein tappafylli
ca. 6 dl mjólk

Þurrefnunum er blandað í skál, hola gerð í miðju þurrefnanna í skálinni og eggið sett útí ásamt smá (1/2 dl) mjólk og byrjað að hræra varlega. Smjörlíkið látið bráðna á pönnukökupönnunni og bætt við hræruna í miðjunni, hrært varlega. Smám saman er mjólkinni bætt við og hrært varlega á milli. Varist að hræra of miklum vökva saman við í einu og reynið að bæta þurrefnunum smám saman við hræringinn í miðjunni. Ekki bæta vökva við hræruna fyrr en hún er kekkjalaus. Deigið á að verða þunnt svo það renni vel á pönnunni.

Hafið pönnuna ekki of heita við baksturinn, en hér er það eingöngu æfingin sem skapar meistarann - gangi ykkur vel!

Bon appetit!

Ummæli