Piparkökur barnanna

1 dl síróp
150 g sykur
150 g smjör
1 dl rjómi
1/2 tsk negull
1/2 tsk engifer
1/2 tsk pipar
2 tsk kanill
1 tsk lyftiduft
ca 400 g hveiti

Síróp, smjör og sykur er brætt við vægan hita í potti uns sykurinn er bráðnaður. Látið kólna aðeins áður en rjómanum er bætt út í ásamt öllu kryddinu og lyftidufti, hrærið saman og bætið svo hveitinu smám saman við og hrærið í með sleif á milli. Deigið er geymt á köldum stað til næsta dags, ég geymi það í pottinum. Þá er það hnoðað mjúkt og flatt út frekar þunnt og mótaðar kökur með formum. Afskorningurinn er hnoðaður saman við það sem eftir er af deiginu og flatt út aftur og aftur uns ekkert er eftir.


Bakað við 200°C í 7-8 mínútur.


Kökurnar þurfa að kólna alveg áður en þær eru skreyttar með kremi úr eggjahvítu og flórsykri.

Jólahvað?


Góða skemmtun!

Ummæli